Allmennar upplýsingar

Í Bergen er upplagt að nota tækifærið til að heimsækja hið einstaka heimili fræga tónskáldsins Edvard Grieg í heillandi umhverfi á Hop, aðeins korters akstur frá miðbænum. Maður hefur líka færi á að skoða yndislega og töfrandi vinnukofa tónskáldsins skammt frá húsinu ásamt gröf hans.

Á staðnum er líka að finna safn þar sem líf og verk Edvard Griegs er lýst og tónlistasalinn Troldsalen, einstök bygging og ef til vill fallegasti kammertónlistasalur landsins, þar sem maður getur notið hrífandi útsýnisins um leið og maður hlustar á tónleika. Allt gerir þetta tónleika í Troldsalen að ómissandi upplifun.

 

Heimilisfang
Troldhaugveien 65
N-5232 Paradis, Bergen
Sími +47 55 92 29 92 
Tölvupóstfang info@troldhaugen.com

 

Opnunartími

6. janúar - 30. apríl:
10.00 - 16.00 alla daga

1. maí – 30. september:
09.00 – 18.00 alla daga

1. október – 13. desember:
10.00 – 16.00 alla daga

 

Aðgangseyrir
Fullorðnir: NOK 100,-*
Námsmenn / Bergenskort: NOK 50,-
Hópar: NOK 50,- á mann (amk. 15 þátttakendur)
Börn yngri en 16 ára: ókeypis

(* Miðinn veitir aðgang að KODE á hálfvirði)

 

Hádegistónleikar
18. maí– 30. september: Daglega klukkan 13.00 – 13.30.
Miðaverð: NOK 160,-/110,- (aðgang að heimili Griegs og safninu innifalið)

 

Sumartónleikar
23. júni – 18. ágúst, á hverjum sunnudegi klukkan 18.00.
Miðaverð: NOK 220,-/150,-/50,- (aðgang að heimili Griegs og safninu innifalið fyrir tónleikana)

 

Leiðarlýsing
Troldhaugen er staðsettur á Hop í Bergen. Þangað er stutt ökuferð frá miðbænum, en líka er hægt að komast þangað með sporvagni (Bybanen). Þar að auki getur maður líka auðveldlega hjólað til Troldhaugen, þar sem hjólastigur liggur alla leið að Hop.

 

Sporvagn („Bybanen“)
Takið sporvagninn frá miðbænum að Hop-stoppistöðinni. Þaðan er smá spölur til Troldhaugen, eða um 20 minútna ganga. Fylgið skiltunum að „Troldhaugen“.

 

Bílar
Fylgið E39 í suður frá miðbænum (fylgið skiltin merkt „Stavanger“) í u.þ.b. 7 km. Eftir að hafa keyrt meðfram sjónum í um einn kílómetra mun maður sjá skilti merkt „Troldhaugen“. Fylgið skiltin að ókeypis bílastæði safnsins.

 

Rútuferðir 18. maí– 30. september
Allan júlímánuði og ágúst er boðið upp á rútuferðum með leiðsögumanni frá upplýsingamiðstöð ferðamanna í miðbænum (Strandgt. 3) til Troldhaugen klukkan 11.00 daglega. Heimili Griegs er skoðað, og auk þess eru hálftíma tónleikar í Troldsalen innifalnir. Haldið er aftur í miðbæ Bergen klukkan 14.00.

Miðaverð: Fullorðnir: NOK 250,-. Börn yngri en 16 ára: NOK 100,-
Read more in english here / eller på norsk her

Einkatónleikar
Hægt er að leigja bæði Troldsalen og heimili Griegs og fá þar einkatónleika. Vinsamlegast hafið samband í síma +47 55 92 29 92 til að fá nánari upplýsingar.

 

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða
Gott aðgengi er að svæðinu fyrir hreyfihamlaða.

 

Veitingar
Á Troldhaugnum er kaffihús í fallegum sal með frábæru útsýni yfir sjóinn, þar sem maður getur notið útsýnisins og fengið sér hressingu. Boðið er upp á drykkjum, kökum og öðrum léttum veitingum.

Hægt er líka að leigja sal kaffihússins fyrir einkasamkomur.
Vinsamlegast hafið samband við Sissel Kjellevold, s. +47 55 92 29 92,  booking@troldhaugen.no.

 

Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar um staðinn og safnið eru að finna á norsku eða ensku heimasíðum okkar.