Allmennar upplýsingar

Í Bergen er upplagt að nota tækifærið til að heimsækja hið einstaka heimili fræga tónskáldsins Edvard Grieg í heillandi umhverfi á Hop, aðeins korters akstur frá miðbænum. Maður hefur líka færi á að skoða yndislega og töfrandi vinnukofa tónskáldsins skammt frá húsinu ásamt gröf hans.

Á staðnum er líka að finna safn þar sem líf og verk Edvard Griegs er lýst og tónlistasalinn Troldsalen, einstök bygging og ef til vill fallegasti kammertónlistasalur landsins, þar sem maður getur notið hrífandi útsýnisins um leið og maður hlustar á tónleika. Allt gerir þetta tónleika í Troldsalen að ómissandi upplifun.

Heimilisfang
Troldhaugveien 65
N-5232 Paradis, Bergen
Sími +47 55 92 29 92 
Tölvupóstfang info@troldhaugen.com

Opnunartími 
6. janúar - 30. apríl:
10.00 - 16.00 alla daga

1. maí – 30. september:
09.00 – 18.00 alla daga

1. október – 1. april:
10.00 – 16.00

Aðgangseyrir
Fullorðnir: NOK 100,-*
Námsmenn / Bergenskort: NOK 50,-
Hópar: NOK 60,- á mann (amk. 15 þátttakendur)
Börn yngri en 16 ára: ókeypis

Hádegistónleikar
1. maí–30. september: Daglega klukkan 13.00 – 13.30.

Sumartónleikar
18. júni–3. september, á hverjum sunnudegi klukkan 18.00.

Leiðarlýsing
Troldhaugen er staðsettur á Hop í Bergen. Þangað er stutt ökuferð frá miðbænum, en líka er hægt að komast þangað með sporvagni (Bybanen). Þar að auki getur maður líka auðveldlega hjólað til Troldhaugen, þar sem hjólastigur liggur alla leið að Hop.

Sporvagn („Bybanen“)
Takið sporvagninn frá miðbænum að Hop-stoppistöðinni. Þaðan er smá spölur til Troldhaugen, eða um 20 minútna ganga. Fylgið skiltunum að „Troldhaugen“.

Bílar
Fylgið E39 í suður frá miðbænum (fylgið skiltin merkt „Stavanger“) í u.þ.b. 7 km. Eftir að hafa keyrt meðfram sjónum í um einn kílómetra mun maður sjá skilti merkt „Troldhaugen“. Fylgið skiltin að ókeypis bílastæði safnsins.

Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar um staðinn og safnið eru að finna á norsku eða ensku heimasíðum okkar.